Sýningar

Rólóvefsida
Sirkus Íslands frumsýnir í sumar nýju fjölskyldusýninguna Róló.
Í sýningunni skyggnumst við inn í einn dag á róluvelli og hittum fyrir karaktera sem eiga leið um róluvöllinn.
Við fáum m.a. að sjá börn að leik, klifurkött og hóp af klaufskum bæjarstarfsmönnum.
Þessir karakterar eru þó ólíkir öðrum því allir eru þeir glæddir sérhæfðum hæfileikum sirkusheimsins og munu sýna áhorfendum ótrúlegar listir á róluvellinum.


Litli Sirkus
Litli sirkus er sirkussýning sem er sniðin að yngstu kynslóðinni þó foreldrar njóti svo sannarlega líka.
Fólk og hlutir svífa um loftið og litríkar fígúrur sýna ótrúlegar listir sínar í ljúfri en fjörugri sýningu í styttri kantinum.
Í Litla sirkus eru töfrar sirkusins kynntir á nærgætinn hátt, með styttra athyglissvið yngstu sirkusgestanna í huga.

 


vefsidaSkinnsemi
Er kabarettsýning fyrir fullorðna með sirkusívafi. Sýningin er ekki fyrir viðkvæma – en er sannarlega fyrir víðsýna. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og hefur sirkusinn vínveitingaleyfi á þessum sýningum.
Innblástur er sóttur í burlesque- og vaudeville-sýningar þriðja og fjórða áratugarins, en formið var endurvakið á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Loftfimleikar, eldur, jafnvægislistir, fjaðrir, tónlistaratriði, lista- og lostamenn, húllahringir, trúðslæti…. og allt fullorðins.

 

 

Nánari upplýsingar um sýningartíma og miðakaup er á tix.is
Símanúmer miðasölu er 771-7738 og 771-7186