Litli sirkus

 

vefsida

Litli sirkus er sirkussýning sem er sniðin að yngstu kynslóðinni þó foreldrar njóti svo sannarlega líka. Fólk og hlutir svífa um loftið og litríkar fígúrur sýna ótrúlegar listir sínar í ljúfri en fjörugri sýningu í styttri kantinum. Í Litla sirkus eru töfrar sirkusins kynntir á nærgætinn hátt, með styttra athyglissvið yngstu sirkusgestanna í huga.

Miðaverð: 2500 krónur. Börn undir þriggja ára aldri fá ókeypis inn ef þau sitja í fangi foreldra/forráðamanna. Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd einstaklings sem er 15 ára eða eldri.

Nánari upplýsingar um sýningartíma eru á tix.is

 

midasolutakki