Skinnsemi

vefsidaNý atriði!

Skinnsemi er sirkussýning fyrir fullorðna sem sett er saman úr glæsilegum sirkusatriðum, burlesque, fíflagangi og fullorðinshúmor svo úr verður háklassa kabarett sýning.
Skinnsemi hefur vaxið og þróast hjá Sirkus Íslands frá árinu 2011 en þangað til hafði sirkusinn aðeins framleitt fjölskyldumiðað efni. Skinnsemi er því tækifæri íslensks sirkus- og sviðslistafólks til að sleppa af sér beislinu og segja alla brandarana sem ekki eiga heima í fjölskyldusýningum. Skinnsemi er sýnd reglulega á skemmtistöðum, í leikhúsum og að sjálfsögðu í sirkustjaldinu okkar, Jöklu, sem hluti af sýningarferðalögum sirkusins.
Á Skinnsemi er 18 ára aldurstakmark. Fyrirmyndin er burlesque og vaudeville-sýningar annars og þriðja áratugarins en formið var endurvakið á tíunda áratugnum í Bandaríkjunum. Sirkusinn leggur sig fram við að smíða ný atriði fyrir hverja uppsetningu af Skinnsemi. Meðal þess sem boðið hefur verið upp á er rekkjubragðakennsla, búðingamagadans, loftfimleikar, listaverkauppboð, flóttalistir, jóðl, blöðrustripp, húllaatriði, brúðuleikhús og skuggaleikur. Að auki hafa nokkur Íslandsmet verið sett – eins og að losa brjóstahaldara blindandi á einni mínútu. Metið er núna 5 stykki. Sjón er sögu ríkari – sjáumst á næstu Skinnsemi.

„Sirkus Islands was definitely one of the highlights of our trip — if not the highlight. Despite the fact that we didn’t understand Icelandic, it was easy to follow along and enjoy the physical comedy in Skinnsemi. Absolutely recommended.”
– Savvygirltravel.com

„Klassískum sirkus atriðum er blandað saman við grófan fullorðinshúmor og neðanbeltisbrandara. Sýningin er gott dæmi um hugmyndaauðgi þeirra listamanna sem að sýningunni standa.  ****”
– Símon Birgisson, DV

„This show is the sexiest, craziest, most random sh*t I’ve ever seen.”
– Ronnie, aka The Animal, Burnt Out Punks

Miðaverð: 4000 krónur. Sýningin er bönnuð innan 18 ára. Athugið að í sýningunni gætu verið neðanbeltisbrandarar og nekt sem gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Myndatökur eru bannaðar.
Nánari upplýsingar um sýningartíma og miðasala er á tix.is

English:
Skinnsemi is a cabaret/burlesque show with a circus twist. This show is not for the faint hearted, but is definitely for the broad minded.
The show is for adults only, with an 18 yr age limit, so get a babysitter, open your mind and come on down to the circus tent. The tent also carries a licensed bar for this show.
The style of the show is inspired from burlesque and vaudeville traditions of the 1920s and 1930s which has been recently revitalised across the globe.
Aerial, fire performers, balance, feathers, music, hula dancers, clowning around and much more… come and see our daring circus performers be daring, in more ways than one…

 

 

midasolutakki